Cold Mountain (2003)
Ég verð að minnast aðeins á þessa mynd sem ég sá á dvd nýlega. Betri mynd hef ég ekki séð lengi. Hún hafði allt, spennu, dramatík, rómans og Philip Seymour Hoffman sá um grínið. Þvílíkur leikhópur og þvílík mynd! Þeir sem ekki hafa séð ættu að hugsa sér gott til glóðarinnar.
***1/2