Endurvinnslan: Sigur-Rós í Festival Hall          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Sigur-Rós í Festival Hall


Það var einstök tilfinning að sjá Sigur-Rós stíga á svið í gær við mikinn fögnuð viðstaddra, sem voru örugglega um 4000. Þeir byrjuðu á Svefn-g-englar og ekki síðar en Jónsi hafði hafið upp undirfagra raust sína að viðstaddir urðu dáleiddir af tónheimi Sigur-Rósar. Það sem vakti athygli mína var að Jónsi er búin að redda sér flottum nýjum jakka með strimlum á erminni og fjaðrir aftan á hálsinum. Flott múndering sem hann kryddaði með glimmeri á kinnum. Í lok Svefn-g-englar söng hann svo inn í gítarinn til að ná nýju sándi á röddina, útúrtöff. Svo keyrðu þeir prógrammið af miklu öryggi. Við fengum einnig að heyra Glósóli, Sæglópur, Ný Batterí, Festival, Með blóðnasir, Sé lest, Inní mér syngur vitleysingur, Hoppípolla, Við spilum endalaust, Fljótavík. Stemningin náði hins vegar hámarki þegar þeir fluttu Gobbledigook. Þá bað Jónsi alla að standa á fætur og klappa með. Þetta var æðislegt. Ég gat ekki hætt að klappa. Þegar lagið náði hámarki í bumbubarningi fylltist lofið af skrauti og ljósum í regnbogans litum. Það varð allt vitlaust.


Þeir voru svo klappaðir þrisvar upp. Tóku tvö aukalög, enduðu á All alright af nýju plötunni þar sem Jónsi tók einn flottasta loftgítar sem ég hef séð. Í þriðja uppklappinu komu þeir allir fram ásamt brass-sveitinni og hneigðu sig undir klappi og öskri. Þetta var æðislegt og maður er auðvitað extra stoltur á svona stundum að vera Íslendingur. Það má segja að inní mér hafi sungið vitleysingur.

Frétt á Visir.is "Íslensk gæsahúð í Ástralíu"
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music