Endurvinnslan: Múmínálfur          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Múmínálfur

Um daginn hitti ég vinkonu mína frá Malasíu til að fara yfir verkefni sem við vorum að gera í sálfræðinni. Skyndilega leit hún á klukkuna og sagði mér að hún yrði að fara að biðja. Það væri kominn tími. Gott og vel. Fyrst fór hún inn á bað og þvoði sér. Svo dressaði hún sig alla upp þannig að aðeins andlitið stóð út úr hvítri múnderingunni. Minnti mig á múmínálf. Svo leyfði hún mér að fylgjast með bænastundinni. Þetta var voða sætt. Hún stóð og þuldi einhverjar bænir ofurlágt og öðru hvoru fór hún á hnén og setti höfuðið í gólfið. Þetta tók um 10 mínútur. Náttúrulega þá biður hún í átt til Mekka en ég var forvitinn um hvernig hún vissi í hvaða átt Mekka var. Þá er það þannig að allir múslimar sem ferðast út í heim eru með spes "Mekka-áttavita". Auðvitað! Hún sagði mér einnig að hún væri að fara að gifta sig í byrjun næsta árs. En að hún væri ekkert svo áfjáð í að gifta sig en að kærastinn hennar hefði þrýst á hana. Ég sagði henni að yfirleitt er það hinsegin, að það er konan sem vill gifta sig. En svo eftir smá spjall þá áttaði ég mig á þessu. Karlar mega ekki snerta konuna sína fyrr en eftir að þau giftast. Svo skiljanlega eru það karlarnir sem vilja drífa brúðkaupið af í múslimaheiminum. Það eru þeir sem hvetja konuna áfram í að fara að velja servíettur, senda boðskort og panta veitingar. Þetta er stóra stundin í lífi hvers karlmanns.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music