Endurvinnslan: Fútt          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Fútt

Ég er kaldur karl. Mér var boðið ný íbúð, sem er aðeins minni og ódýrari en sú sem ég er í núna. Fór að skoða hana og leist mjög vel á hana og sagði Nathan að ég myndi taka við henni. En svo fór ég að hugsa um lærisvæðið í íbúðinni og fékk að kíkja aftur á hana. Þá er lærisvæðið inni í svefnherberginu og samanstendur eiginlega bara af löngu borði. Lærisvæðið sem ég er með núna er svo dúndur gott að ég mat það bara meira en þessar 14000 krónur sem ég hefði sparað á mánuði. Ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun. Ég meina maður kom hingað til að læra, svo sannarlega ekki til að spara pening!

Neinei peningurinn er alls ekkert sparaður. Var að enda við að sporðrenna þriggja rétta máltíð. Í forrétt var humarsúpa með ristuðu brauði og reyktum lax. Aðalrétturinn samanstóð af Grandmarineruðu hreindýrakjöti, sérinnfluttu frá Finnlandi. Meðlæti var hunangsleggnar kjúklingabringur með kókosfyllingu og lífrænar kartöflur með hvítlaukssmjöri. Í eftirrétt var ég með franska súkkulaðiköku úr bakaríinu "baker's delight" og sértýnd jarðaber frá Víetnam. Með þessu sötraði ég á $200 dollara hvítvíni. Einhver sagði mér að njóta þess að vera námsmaður og ég er að gera mitt besta. Sendi LÍN svo bara reikninginn.

Ég er kominn með miða á The Mars Volta þann 23. júní. Ég er samt frekar svekktur að hafa misst af Rufus Wainwright í Háskólabíói í gær. Arna skellti sér á tónleikana og tjáði mér að Rufus hefði verið undursamlegur. Sem kemur mér ekki á óvart. En ég er viss um að lubbahausarnir í M-Volta verða í syngjandi sveiflu í vetur. Maður á eftir að taka ófá tja tja tja sporin þar.

Footy er íþróttin sem fólk hérna sunnan megin kýs. Þetta er undarleg íþrótt, virðist vera bastarður knattspyrnu, handbolta og amerísks ruðnings. Boltinn er ellipslagaður eins og í ruðningi, menn hlaupa á eftir honum, kasta sér á hann, taka hann upp og sparka honum svo á milli sín. Svo eru stangir til staðar sem menn geta reynt að hitta á milli og geta fengið einhver stig fyrir það. Ég horfði á smá af þessu í sjónvarpinu um daginn en entist ekki lengi. Fannst þetta einum of fyndið. En fólk sem hefur farið á völlinn segir að þetta sé voða gaman.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music