Endurvinnslan: Laptop troubles          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Laptop troubles

Ég er búinn að vera í mestu vandræðum með tölvuna mína. Hún var að brotlenda tvist og bast og sérstaklega þegar ég var á internetinu. Ég beitti minni frægu tölvuleikni í dag og enn hefur tölvan ekki brotlent þannig að ég er sáttur..í bili. Líf manns hérna veltur náttúrulega ansi mikið á tölvunni þannig að þetta var frekar óþægilegt. Sjáum hvað setur. See what sits. Yeah we'll just see what sits.

En hvað er að frétta? Hey hey langt síðan síðast. Ég er allavega búinn að fá fyrstu einkunnina mína hérna fyrir eitt 50% verkefni í kúrsi sem heitir "Theories and ethics in psychology" og þetta var siðferðishlutinn. Þetta voru tvær spurningar og eftir þvi sem ég best veit fékk ég H2A fyrir þær báðar. Segir mikið. Þetta er víst einkunn á bilinu 8-8,5 á Íslandi. Ég kvarta ekki yfir því.

Ég er búinn að finna góðan skokkhring hérna í hverfinu. Maður er náttúrulega ekki búinn að koma sér fyrir einhvers staðar fyrr en maður er búinn að finna sér skokkhring. Þá hleyp ég í kringum kirkjugarð og á leiðinni eru spes skokkstígar. Maður er kannski 20 mínútur að hlaupa þetta.

Á laugardaginn var þjóðhátíðardagur Noregs og bauð norsarinn Tarjei og kærastann hans Kim mér og nokkrum fílefldum skandinövum í pölser og is. Var þetta nokkuð hressandi gjörningur sem endaði með því að fólk spilaði Buzz á Playstation. Danirnir í hópnum komu með hóstasaft í litlum flöskum, sögðu að þetta drukku þau þegar þau væru á skíðum. Þetta var virkilega viðbjóðslegt. Under eitthvað hét þetta.

Fór í bíó í gær. Sá mynd sem heitir "Then she found me" sem er leikstjórafrumraun Helen Hunt. Mikið þrekvirki sem mömmumynd hér á ferðinni. En hún var ágæt. Átti fyndin og krúttleg augnablik. Í kvöld er það hins vegar testosterón sprauta í rassinn en planið er að sjá "Iron man".

Á fimmtudaginn ætla ég að sjá leikritið sem ég gerði heiðarlega tilraun til að fá að leika í. Og svo er náttúrulega stórleikur á fimmtudagsmorgun hérna. 4 um nótt: Manchester United - Chelsea. Ærin ástæða til að drattast ómanneskjulega snemma á lappir. Svo er júróvisjon partý á sunnudag en þá verður sýnd upptaka af "tónlistarviðburði ársins" á skjá á einhverjum bar hérna á Lygon Street.

Að lokum þá elska ég þetta lag með Guillemots sem ég setti á síðuna nýlega. Þetta er alveg kaffið mitt á morgnana að setja á mig heyrnartól og hækka vel í.

cheers
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music