Endurvinnslan: Heima          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Heima


Það var ekki fyrr en ég fór að horfa á myndbönd með Sigur-Rós að hugur minn sótti til Íslands. Ég er auðvitað búinn að hugsa mikið um allt það fólk sem ég sakna á Íslandi. Hins vegar var það ekki fyrr en í dag að um mig fór gæsahúð og tilfinningar mínar til Íslands komu upp á yfirborðið. Það kom því upp svolítill söknuður. En samt góður söknuður því ég veit hvað ég á mikið á Íslandi. Maður þarf stundum að stíga fyrir utan kassann til að sjá hvað maður á inni í kassanum.
Manni finnst maður hálf lítill hérna þegar maður segir fólki að maður sé frá 300.000 manna eyju í Atlantshafinu. En ég er stoltur af því og manni finnst maður óneitanlega soldið spes. Sem er gott.
Ég hef hitt tvær ástralskar stúlkur ef ekki þrjár sem hafa nefnt Sigur-Rós næstum því um leið og ég sagðist vera frá Íslandi. Önnur fór meira að segja með setningu úr "Hoppípolla" á auðvitað soldið bjagaðri íslensku :) "Og eg fae blodnasir" sagði hún. Auðvitað. Og ég botnaði "..og ég fæ blóðnasir. En ég stend alltaf upp...".

Hér er svo eitt af þeim myndböndum sem fengu mig til að hugsa um heimalandið. Takk.



Myndin að ofan er úr afmæli Maiju, sem er ljóshærða stelpan á myndinni.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music