Endurvinnslan: Bédagur          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Bédagur

Fyrsti afmælisdagurinn utan Íslandsströndum orðinn að veruleika. Þetta er búinn að vera fínn dagur. Joggaði í morgun. Tók ágætis vegalengd hérna í átt að dýragarðinum í örugglega 30 stiga hita. Það hressti vel. Svo var stuttlega tekinn púlsinn á líkamsræktarsalnum. Þvínæst var komið að afmælisklippingunni. Hún tókst ágætlega en ég var samt ekki 100% ánægður með hana, enda kannski skiljanlegt í nýju landi. En ég kom samt með mynd en hárgreiðslukonan fylgdi henni ekki alveg í einu og öllu. Hanakamburinn kom samt mjög vel út.
Svo skellti ég mér í hitting hjá Skandinavíu klúbbnum þar sem ég talaði við fólk og át pizzu.
Þarnæst arkaði ég niðrí miðbæ í þeim hugleiðingum að gefa mér afmælisgjöf. Keypti mér nýjar stuttbuxur í JayJays og fjóra diska í JB Hi-Fi. Þeir voru:

Hot Chip - Made in the Dark
Interpol - Antics
Goldfrapp - Black Cherry
Sufjan Stevens - Illinois

Það var helvíti heitt í dag og náði hitinn víst 39 gráðum. Ég neitaði hitanum og þrammaði vægðarlaust um miðborg Melbourne, drakk ávaxtasafa og vatn. Ég var ansi krambúleraður í gönguprikunum þegar ég kom heim.
Peter sótti mig svo og fórum við út að borða á einhverjum veitingastað með konu hans og dóttur. Þau gáfu mér afmælisgjöf sem voru 2 einangrunarsvampar (stubby cooler) sem er sér-áströlsk uppfinning en það er svona svampvasi sem bjórinn er settur í til að halda honum köldum. Kemur sér afar vel. Svo fékk ég einnig inneign í JB Hi-Fi. Á veitingastaðnum pantaði ég mér kengúru sem var nú ekki alveg að gera sig. Hún var seig og bragðlaus. Mér leið hálf illa þegar ég sagði þrem áströlum að þjóðarréttur þeirra væri bara ekkert góður. En ég lét mig hafa það að vera hreinskilinn. Ég borðaði samt slatta af henni en meðlætið var fínt og bjórinn kom sér vel.
Heima hjá Robyn fékk ég svo afmælisköku sem var ljúffeng súkkulaðikaka og Peter hélt á kertakveikjara sem ég blés á.

Já þetta var góður dagur.

Cheers mate!
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music