WC
Þegar koma gestir lætur maður baðherbergið líta út eins og engin hafi nokkurn tíma haft þar hægðir. Allt er gert til að dreifa huga fólks frá þeim möguleika að einhvern tíma hafi þar einhver losað þvag og jafnvel hægðir. Ilmkerti, fallegar myndir af blómum, kannski kósí ljós er allt í andstæðu við þann óþverra sem öðru hvoru er látið gossa í salernið. Hægt er að fá lítil sæt skilti til að hengja á baðherbergishurðina sem innihalda gjarnan stafina "WC" (What crap?) og fallega mynd af blómum eða öðru slíku. Ef við værum realistar væri þarna mynd af kúk og lyktin rjúkandi frá honum.