Lady in the water loves Huckabees
Ég lenti í gær á ansi leiðinlegri kvikmynd sem heitir Lady in the Water. Það gerist eiginlega aldrei að ég klára ekki einu sinni mynd sem ég byrja á en í gær drap þessi mynd mig úr leiðindum. Ég var nokkuð hrifinn af Signs og The sixth sense var ágæt en þetta er að mínu mati allavega versta mynd M. Night Shyamalan.
Góðu fréttirnar eru hins vegar hin stórskemmtilega I love Huckabees sem ég var að horfa á í annað sinn. Hún olli mér vonbrigðum þegar ég sá hana fyrst en núna heillaði hún mig upp úr skónum. Þetta er stórskrítin grínmynd sem veltir sér upp úr frumspekilegum hugmyndum um tilvist okkar. Fær hér með meðmæli Endurvinnslunnar.