Tónlistarmeðferð
Ertu orðin þreytt(ur) á tónlistarsmekk þínum?
Stuðmenn hættir að kveikja í þér?
Í svörtum Fötum orðnir þreyttir?
U2 farnir að hljóma flatir?
Við hjá Sálfræðihúsi bjóðum nú upp á áhrifaríka meðferð gegn lélegum tónlistarsmekk. Meðferð okkar er samblanda af:
+ Antabuse notkun
Antabuse er lyf sem veldur mikillri ógleði, kúgun og uppköstum. Þessum tilfinningum pörum við með gömlu uppáhalds tónlistinni þinni.
+Hugrænar aðferðir
Komið auga á óheppilegar hugsanir (t.d. djöfull er þetta gott lag) og þær skoðaðar með tilliti til heppilegri hugsana (djöfull er þetta leiðinlegt lag).
+Virk skilyrðing
Skjólstæðingur verðlaunar sjálfan sig fyrir að hlusta á betri tónlist. Til dæmis með ostbita.
+Herminám
Skjólstæðingur horfir á aðra hlusta á góða tónlist og sér hvað þeir njóta hennar og verða jafnframt meira töff.
+Áreitisstjórn
Aðstæður skoðaðar sem fær skjólstæðing til að setja leiðinlega tónlist á. Til dæmis í bílnum eða í ræktinni. Hann hvattur til að kaupa nýjan bíl og flytja í annað bæjarfélag.
+Slökunarþjálfun
Í vissum aðstæðum er nauðsynlegt að hafa aðferð við að slaka á. Kannski í partýi þar sem leiðinlegt tónlist er spiluð þarf skjólstæðingur að geta stjórnað óþægilegum tilfinningum og hamið sig frá því að dansa eða syngja með.
+Hrösunarþjálfun
Margir hrasa eftir góðan árangur í vissan tíma og snúa aftur í lélega tónlist. Farið er yfir aðferðir til að minnka líkur á að fólk fari aftur í gamla farið.
Ekki hafa samband (öfug sálfræði hahah tekin á sálfræðinni)
Síminn er ekki 555-2309
Stuðmenn hættir að kveikja í þér?
Í svörtum Fötum orðnir þreyttir?
U2 farnir að hljóma flatir?
Við hjá Sálfræðihúsi bjóðum nú upp á áhrifaríka meðferð gegn lélegum tónlistarsmekk. Meðferð okkar er samblanda af:
+ Antabuse notkun
Antabuse er lyf sem veldur mikillri ógleði, kúgun og uppköstum. Þessum tilfinningum pörum við með gömlu uppáhalds tónlistinni þinni.
+Hugrænar aðferðir
Komið auga á óheppilegar hugsanir (t.d. djöfull er þetta gott lag) og þær skoðaðar með tilliti til heppilegri hugsana (djöfull er þetta leiðinlegt lag).
+Virk skilyrðing
Skjólstæðingur verðlaunar sjálfan sig fyrir að hlusta á betri tónlist. Til dæmis með ostbita.
+Herminám
Skjólstæðingur horfir á aðra hlusta á góða tónlist og sér hvað þeir njóta hennar og verða jafnframt meira töff.
+Áreitisstjórn
Aðstæður skoðaðar sem fær skjólstæðing til að setja leiðinlega tónlist á. Til dæmis í bílnum eða í ræktinni. Hann hvattur til að kaupa nýjan bíl og flytja í annað bæjarfélag.
+Slökunarþjálfun
Í vissum aðstæðum er nauðsynlegt að hafa aðferð við að slaka á. Kannski í partýi þar sem leiðinlegt tónlist er spiluð þarf skjólstæðingur að geta stjórnað óþægilegum tilfinningum og hamið sig frá því að dansa eða syngja með.
+Hrösunarþjálfun
Margir hrasa eftir góðan árangur í vissan tíma og snúa aftur í lélega tónlist. Farið er yfir aðferðir til að minnka líkur á að fólk fari aftur í gamla farið.
Ekki hafa samband (öfug sálfræði hahah tekin á sálfræðinni)
Síminn er ekki 555-2309