GP
Ég hefði alveg verið til í að vera einn af þessum gaurum sem klæddust dragi og dönsuðu ofaná bílum í Gay Pride göngunni í dag. Ég hef nokkrum sinnum klætt mig upp sem kona og alltaf fílað það mjög vel. Það er frelsi í því að vippa af sér karlmennskunni og gefa sig á vald kvenleikans og kvenmannsmúndering hjálpar þar til. Eitt það merkilegasta og skynsamlegasta sem ég hef heyrt í pælingum um kynin er að við ættum í raun að líta á kyn á samfellu en ekki sem tveir óháðir flokkar. Þannig gæti ég til dæmis verið 7 á kvarðanum á milli þess að vera kona eða karl. Þetta myndi minnka pressuna sem krakkar og unglingar upplifa þegar þeir uppfylla ekki þau skilyrði sem "eiga" að fylgja því að vera stelpa eða strákur.