Delays - You see Colours (2006)
Þetta er önnur plata Delays en þeir koma frá Southampton.
Mér finnst þetta alveg hrikalega skemmtileg plata. Kjánalega grípandi lög og söngvarinn með veisluborð falsettutóna. Þetta snertir einhvern sjaldsnertan upplyftingarstreng í mér. Endileg smakkið á nokkrum lögum af plötunni, sum hafa reyndar verið áður í smökkun.
Cavalry
Valentine
Winter's Memory of Summer
9/10