The New World (2005)
Colin Farrell og fleiri í mynd eftir Terrence Malick.
Mér fannst myndin spennandi og áhugaverð framan af en síðari hlutinn var ansi langdreginn. Mér fannst botninn alveg detta úr henni í lokin og hún hélt athygli minni engan veginn. Malick er mikið fyrir að teygja lopann með náttúruskotum en slíkt verður pirrandi þegar ekkert annað virðist vera í gangi. Til að gera flotta flugeldasýningu þarf púður, og púðrið vantaði í seinni hlutann. Hins vegar mjög flott frammistaða hjá Q’Orianka Kilcher sem leikur frumbyggjaprinsessuna Pocahontas.