The Matador (2005)
Pierce Brosnan leikur útbrenndan leigumorðingja sem kynnist sölumanni (Greg Kinnear) og takast með þeim vináttubönd.
Mér fannst þetta einstaklega skemmtileg og hugljúf gamanmynd. Aðalpersónurnar tvær eru vel skrifaðar og Pierce Brosnan og Greg Kinnear fara laglega með hlutverkin. Sérstaklega er Pierce Brosnan góður sem hinn taugaveiklaði og einmana leigumorðingi. Vel heppnuð mynd sem klínir brosi á hvern kjaft.