The Constant Gardener (2005)
Einn af mínum uppáhalds leikurum Ralph Fiennes leikur aðalhlutverkið andspænis Rachel Weisz í þessari dulúðugu mynd um ástir, morð, samsæri og pólitík.
Ég held að flestir þeirra kjafta sem mættir voru til að stara á þessa mynd á meðan þjóðin horfði á Ædól með hjartað í buxunum hafi verið dolfallnir fyrir þessari mynd. Það var mjög sérstök stemning þegar fólkið yfirgaf salinn. Ég fann fyrir sorg en samt innri gleði yfir því að hafa upplifað þessa sorg.
Þetta er glæsileg mynd, yfirburða leikin, frumlega og fallega skotin, spennandi og áhrifarík. Maður getur ekki beðið um mikið meira á föstudagskvöldi. Kannski brjóst? Jújú það voru brjóst...og rass.