The forty year old Virgin (2005)
Nafnið hans Steve Carell sem leikur hreina sveininn í þessari mynd er ansi magnað. Nafnið hans virðist samansett úr nöfnum þriggja gamanleikara. Mögulega er nafn hans tilbúningur til að draga að fleiri áhorfendur. Steve (Martin)+(Jim) Carrey+ (Will) Ferrell = Steve Carell. Því miður þá er hann ekki blanda af þessum leikurum þó að hann sé alveg ágætur gamanleikari.
En þessi mynd er alveg ágæt. Fannst húmorinn ganga full mikið út á klámfengið tal en aftur á móti er hún bráðfyndin á köflum og hélt mér við skjáinn á meðan hún stóð yfir.