99. kr. perla?
Ég gerði ágætis kaup í Hagkaup í Spönginni í dag. Ég hef nú aldrei verið mikill U2 maður en Kristján hefur lengi haldið því fram að þeirra langbesta plata sé Achtung Baby. Ég átti skínandi hundrað króna smápening í veskinu sem ég reiddi fram í skiptum fyrir þessa meintu snilldarplötu U2 manna. Til baka fékk ég eina krónu. Á plötunni er m.a. að finna hið dáða One og Who's gonna ride your wild horses?. Kaup ársins? Tíminn mun leiða það í ljós.