Hard-Fi - Stars of CCTV (2005)
Skemmtilegt að segja frá því að fyrst þegar ég heyrði í þessu bandi var ég staddur á flugvelli í Baltimore. Mér leiddist biðin og splæsti því í tónlistartímaritið Spin og með fylgdi geisladiskur með lögum frá uppkomandi hljómsveitum og ein þeirra var Hard-Fi. Lagið "Tied up too tight" var á disknum og það hressti afar vel.
Þegar ég hef svo rennt þeirra fyrstu breiðskífu í gegn kemur í ljós að Tied up too tight er eiginlega með síðri lögunum á plötunni. Ég er hins vegar nokkuð ánægður með þennan disk, þetta er flott stuðtónlist sem kemur manni í gírinn. Stuðslagararnir Living for the Weekend og Hard to Beat fylgja sögunni.
8/10