Editors
Ég er hreinlega að drukkna í músík þessa dagana. Það er búið að koma svo mikið af góðu og áhugaverðu efni út nýlega að ég er að hugsa um að græða á mig auka sett af eyrum. Núna undanfarið hef ég verið að hlusta á nýtt frá Editors, The Cardigans, Starsailor, Magnet, Elbow, Franz Ferdinand, Supergrass, Depeche Mode, Goldfrapp og ég gæti alveg haldið áfram. Þessir Editors eru ansi heitir strákar, breskt rokk mjög í anda Interpol. Fyrir þá sem hafa gaman af Interpol þá eru Editors klárlega næstir á dagskrá. Smelli laginu Munich hér á síðuna svo fólk fái smjörþefinn af þessu heita bandi. Munich