Endurvinnslan: Uppáhalds myndir áratugarins          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Uppáhalds myndir áratugarins

Gott kvöld. Mér finnst það ágætlega til fundið að búa til lista yfir þær kvikmyndir sem mér finnst bestar frá þessum áratug sem nú er að renna undir lok. Það er óhjákvæmilegt að gleyma einhverjum myndum en ef þær gleymast þá eiga þær kannski ekki erindi á svona dýrindis lista.

10 Bruno (USA;2009)
Ég var mikið að velta fyrir mér hvort ég ætti að hafa Borat eða Bruno á þessum lista. Að enda verð ég að viðurkenna að ég er algjör sökker fyrir þessari kvikmynd, því mér finnst ádeilan beinskeyttari ásamt því að Cohen lagði meira á sig fyrir þessa, sem skilaði sér í gapandi skemmtun.


09 The Dark Knight (USA;2008)
Það var einstök upplifun að fá að sjá þessa kvikmynd í iMax kvikmyndahúsi í Melbourne á síðasta ári. Ein flottasta ofurhetjumynd sem gerð hefur verið og Ledger í ódauðlegri frammistöðu.


08 Pan's Labyrinth (Spánn; 2006)
Del Toro beitir mjög frumlegri leið til að sýna sigur sakleysis og ímyndunarafls yfir ljótleika og grimmd mannsins.


07 Eternal Sunshine of the Spotless Mind (Bandaríkin; 2004)
Skemmtileg og hugljúf sýn inn í mannshugann leidd af leiftrandi samleiks Winslet og Carrey. Skemmtilegri mynd um tapaða ást og kraft minninga er vandfundin.


06 In the Mood for Love (Hong Kong; 2000)
Þegar ég sá þessa mynd fyrst fannst mér hún ekkert spes. En eins og með góða tónlist þá þarf að melta hana áður en hægt er að ná utan um vel smíðaðar laglínur. Þessi mynd Wong Kar-Wai er undurfalleg laglína um forboðna ást.


05 Oldboy (S-Kórea; 2003)
Chanwook Park gerði nokkrar fínar myndir á þessum áratug. Í Oldboy nær hann þó fullkomnun með frábærri hugmynd og frábærlega gerðri drama og spennumynd.


04 21 Grams (Bandaríkin; 2003)
Rosalegt drama sem ég féll kylliflatur fyrir.


03 Brokeback Mountain (Bandaríkin; 2005)
Mjög falleg vina og ástarsaga. Ang Lee gerði þessa umtöluðu og hugrökku mynd sem hitti ekki bara í mark heldur líka í hjörtu bíógesta. Allavega mitt hjarta.


02 Requiem for a Dream (Bandaríkin; 2000)
Þessi tragedía frá Darren Aronofsky er með sorglegri myndum sem maður hefur séð. Rosalega flott og kröftug meðhöndlun á umfangsefnum eins og einmanaleika, firringu og fíkn.


01 Crouching Tiger, Hidden Dragon (Kína; 2000)
Ang Lee er greinilega maður áratugarins. Ég hef nokkuð mörgum sinnum horft á þessa mynd og alltaf vekur hún jafn mikla hrifningu hjá mér. Þetta er mynd sem hefur allt. Frábæra saga, kvikmyndataka, bardagaatriði, dramatík, ást og húmor.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music