Endurvinnslan: Gjfabúðin (The Zahir)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Gjfabúðin (The Zahir)Sumir hlutir koma til manns. Sumt fólk kemur til manns. Sumir staðir kalla á mann. Sumt snertir mann. Allt í kring eru þessir hlutir sem geta leitt mann á ýmsar leiðir. Ég held að maður þurfi að vera vakandi og opinn fyrir tækifærum og því sem kemur til manns. Vera alltaf með opinn faðminn og þá opnast leiðir á töfrandi staði.

Eitt af því sem kom til mín nýlega er bókin The Zahir. Þetta var reyndar í sumar minnir mig. Þá fór ég vegna vinnu minnar niður í bæ á kaffihús. Á labbi upp Skólavörðustíginn fundum við í bakgarði lítið hús með opnum inngangi og fyrir ofan innganginn stóð eitthvað eins og "gjafabúð". Þetta var óinnréttað rými með berum steinveggjum. Þarna voru allskonar hlutir. Föt, bækur, spólur, gamall myndlykill og annað sem ég man ekki. En þetta var allt gefins til þess sem vildi hýsa það. Ég tók mér tvær bækur á enskri tungu. Aðra bókina nennti ég ekki að lesa og gaf vinkonu minni hana. Hina bókina tók ég heim og geymdi hana upp í hillu. Núna er ég loksins byrjaður að lesa þessa bók og ég er þakklátur fyrir að hún hafi komið til mín. Ég veit ekki alveg hvað hún fjallar um sem er gott. En það sem hún segir kannast ég eitthvað við.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music