Endurvinnslan: Yarra Valley          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Yarra Valley


Það var fjári kalt þegar haldið var eldsnemma af stað í vínsmökkunarferð í gær. Íslendingurinn Hal var by far sá verst klæddi, ekki stílíst séð langt í frá heldur kuldalega séð. Hann ákvað að skarta elegant stuttbuxum og peysu. Aðrir voru örlítið betur með á nótunum, búnir að skoða veðurspána og hrúga á sig nokkrum lögum af fötum. Skjálftanum fór þó að linna þegar Mike leiðsögumaður hellti heimalöguðu te í glas mitt á fyrsta stoppinu. Þar voru fuglar á tvist og bast (varð að nota þetta orðatiltæki, veit ekkert hvað það þýðir en skondið er það. When in Rome..), sumir með gult stél úr höfðinu, aðrir í páfagaukastíl.
Þetta var dúndur ferð. Einnig var innifalið hádegismatur hjá Peter Ferguson nokkrum og lestarferð í Puffing Billy sem er krúttleg lest án glugga. Þar fór kuldinn aftur að narta í fólk og þá sérstaklega í bera leggi mína. Danskar pollabuxur komu sér vel en Spider-Man sjálfur var með eitt par í bakpoka. Tískuslys vissulega en það er ekki spurt að því í háglendi Ástralíu. Landslagið þarna var ægifagurt og ansi skóglent, mikið af háum trjám og trjáþöktum fjöllum. Vínið var ekki af verri endanum, misendaslæmt þó. Já þetta var reglulega skemmtilegt. Eitthvað var sumum farið að leiðast þófið um kvöldið og þá tekið á það ráð að skvetta í sig. Lítið var um slys á fólki og fór kvöldið vel fram þrátt fyrir dólgslega tilburði í drykkju.
Gerði skattaskýrsluna mína í dag. Alltof seint. Maður er ekki beint búinn að vera mjög skattskýrslumeðvitaður hérna.


                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music