Endurvinnslan: Ferðasagan          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Ferðasagan

Ferðasagan er svosum ekki merkileg. Maður var bara vappandi um á flugvöllum, skoðandi bækur og tónlistardiska. Át mat og las í bókinni minni Rokland. Flugið frá London til Singapore tók 11 tíma. Þar fékk ég sæti á milli ungs bresks blaðamanns og eldri breski konu en sú var með slæma andremmu. Það fór ekkert sérlega vel um mig og gat ég því lítið sofið þrátt fyrir að gleypa svefnpillu. Maður gat horft á kvikmyndir og allan fjandann en lítill skjár var greyptur í sætið fyrir framan mann. Með fjarstýringu gat maður svo valið það sem maður vildi. Ég náði aldrei nógu góðum tökum á kerfinu þannig að einhvern veginn horfði ég bara á brot úr The Kingdom, Transformers og Bee Movie. Headphonar sem maður fékk voru líka lélegir. Á flugvellinum í Singapore hitti ég víetnamskan dreng sem einnig var á leiðinni til Melbourne í áframhaldandi nám. Við áttum gott spjall og fengum okkur tælenskan mat að éta. Nung heitir hann að mig minnir. Borið fram "Jón". Mér fannst það fyndið. Jón sagðist fíla hljómsveitir á borð við Westlife, Boyzone og fleiri góða. Ég hélt hann væri að grínast og ég held að hann hafi ekki kunnað að meta kjánabrosið mitt. Svona er fólk nú mismunandi og er það bara vel. Flugið frá Singapore til Melbourne var stutt, aðeins 7 tímar og leið mér betur þar þar sem ég fékk sæti við neyðarútgang með tilheyrandi fótaplássi. Úmbarassasa. Í Melbourne var skyndilega kominn nýr dagur með sól og 35 stiga hita. Sæll. Ég er þyrstur.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music