United 93 (2006)
Ég er lengi búinn að vera spenntur fyrir þessari mynd en hún fjallar um örlög flugs númer 93 sem var ein þeirra flugvéla sem var rænt 11. september 2001.
Mér fannst þetta einstaklega mögnuð mynd. Hún hélt manni í heljargreipum allan tímann og kallaði fram miklar tilfinningar.
Það er svo sorglegt að fólk skuli drepa í nafni einhvers Guðs. Það gerir mig alveg virkilega reiðann. Af hverju getum við ekki bara trúað á sjálft okkur og tilbeðið það góða í okkur. Við höfum allan mátt heimsins í höndum okkar. Getum bæði læknað og drepið.
Í United 93 er dreginn upp raunsæisleg mynd af mátti okkar til að drepa og til að hjálpa. Hvað kemur Guð málinu við?