Regina Spector - Begin to Hope (2006)
Já ég hef verið að hlusta á þennan disk í bílnum undanfarið ásamt nýja disknum með Scissor Sisters og Of Montreal.
Regina þessi er New York búi en fæddist í Rússlandi. Hún er klassískt lærð á píanó enda er píanóið mjög áberandi í tónlist hennar. Fyrsta platan hennar kom út 2001 og er sú nýjasta Begin To Hope sú fjórða í röðinni. Tónlist hennar getur verið mjög auðmeltanleg og hugljúf eins og í laginu Samson en líka mjög skrítin og ertandi. Hún er tvímælalaust tónlistarkona sem vert er að kynna sér. Ég fíla plötuna hennar bara nokkuð vel.
Regina Spector - Samson
_____________________________________
Frekari niðurhölun
Fidelity
Better
On the Radio
Hotel Song
_____________________________________