dvd safnið
Þá er formlegri talningu á kvikmyndasafninu mínu lokið. Óstaðfest tala er 285 en þá eru söfn tekin sem ein mynd (Godfather safnið, Indiana Jones safnið..). Þetta er ágætlega að verki staðið en betur má ef duga skal. Þess má til gamans geta að fyrsta dvd kvikmyndin sem ég keypti var Devil's Advocate enda er ég afar hliðhollur mínum manni Al Pacino. Þess má til gaman geta 2 að ég á 21 mynd með þeim mikla heiðursmanni en eins og kom fram áður er Godfather safnið tekið sem ein mynd þannig að tæknilega á ég 23 með litla stórleikaranum.