Happy Feet (2006)
Algjörlega óvænt var ég skyndilega staddur í bíóhúsi á kvikmyndinni Fráir Fætur. Sem betur fer var talið á ensku.
Þetta er flottasta tölvuteiknaða mynd sem ég hef séð. Af skorti á betra orði myndi ég segja að hún væri "gorgeous". Algjört augnakonfekt. Sjálf sagan er síðan alveg nógu hressandi til að halda athygli manns og það kom mér verulega á óvart að myndin var að mestu laus við froðufellandi væmni.
Happy Feet er hressandi mynd og á skilið þrjár feitar vaggandi stjörnur.