Endurvinnslan: Himnaríki í höndum mér          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Himnaríki í höndum mér


Rómantískasta stundin í lífu mínu gerðist á síðasta ári. Þá fór ég með ungri stúlku niðrí grasagarðinn í Melbourne. Við tókum sporvagn niðrí bæ eftir að við höfðum mælt okkur mót uppi í skóla. Þessi stúlka fannst mér svo glæsileg að hjartað í mér sló alltaf sambatakt þegar hún labbaði að mér. Fyrst þegar ég sá hana var það eins og í bíómynd. Það var í garði upp í skóla og ég sat á grasinu með öðrum meðlimum í Skandinavíuklúbbnum. Skammt á móti mér stóð fólk og rabbaði saman. Stúlkan þessi labbaði þá á bakvið þá og þá fór allt í slow-motion og ég starði bara á hana á meðan Beach Boys tóku aftur saman í hausnum á mér og spiluðu “good vibrations”.

Síða svarta hárið hennar er með því flottara sem framleitt hefur verið og þegar hún sveiflar því yfir ennið á sér er það eins og að sjá stjörnuhrap í fyrsta sinn. Stórkostlegt.

Í sporvagninum rétti ég henni skrifaðan disk með Sigur-Rós lögum. Hún virtist áhugasöm og skoðaði lagalistann sem ég hafði skrifað á umslagið, brosti og þakkaði fyrir sig. Kurteis sem hún er.

En grasagarðurinn var það. Við sátum undir tré og ræddum meðal annars þetta fyrirbæri ástina, þá aðallega hennar hugmynd að sá eini rétti hlyti að vera einhvers staðar þarna úti og mína hugmynd um að sá rétti sé sá sem þú velur að sé sá rétti. Ég leyfði henni að heyra Sigur-Rós lagið "svo hljótt" úr heyrnartólum sem ég tók með.

Það var falleg sjón að horfa á hana hlusta á þetta undurfagra lag. Gerði hana soldið dapra á svip. Fallega döpur. En svo þurfti hún á klósettið. Annað eins hefur nú gerst. En þegar við löbbuðum frá salernisaðstöðunni þá gerðist eitthvað sem hefur örugglega gerst áður en engu að síður var eins og við hefðum fundið upp þetta augnablik. Án þess að ætla, þá snertust hendurnar á okkur og þá án þess að hugsa tóku hendur okkur um hvor aðra. Þetta var óvænt, óæft, óendanlega ljúft. Það var eins og við hefðum fyrst manna fattað að hendur fólks passa í hvor aðra. Og okkar hendur pössuðu í hvor aðra. Brosið hennar breyttist í vandræðalegan hlátur áður en augun á henni fóru af mér og á jörðina. Ef hjartað í mér hefði getað talað hefði það hrópað “jess!”.

Eftir kvöldverð á veitingastað löbbuðum við upp tröppur utan á stórri byggingu sem hefur litla útgáfu af Eiffel turninum oná sér. Þar höfðum við smá næði til að horfa í augun á hvort öðru og velta fyrir okkur hvaða geðshræringar væru þar á bakvið. Losti? Forvitni? Ég skýt þig í hjartað með ástarör og sjáum hvert það leiðir okkur? Ég man ekki hvað við töluðum um þarna upp á svölum, enda hefur það ekki getað verið mjög gáfulegt því ég var dáleiddur að hárinu á henni sem var nú komið í metnálægð. Í seilingarfjarlægð var þetta hár búið til úr þúsundum kolsvörtum þráðum. Að handleika þetta yrði líklega viðburður ársins. Einhvern veginn enduðum við í faðmi hvors annars og ég sagði við hana “það er rosalega erfitt fyrir mig að kyssa þig ekki”. Ég stoppaði mig af. En skömmu síðar lyfti hún sér upp á tærnar og lagði munninn að mínum og sleppti beislinu af tungunni á sér sem stefndi nú hraðbyri beint niður í meltingarveginn. Ekki besti koss sem ég hef upplifað en hann var einlægur og skemmtilegur byrjendabragur á honum. Þeir söfnuðust svo upp kossarnir þetta kvöld og fékk ég einn á kinnina áður en hún steig upp í sporvagninn sinn og hélt heim á leið. Ég naut þess að rölta heim, brosandi í botn og ánægður með þetta ótrúlega rómantíska kvöld. Mikið rosalega er ég heppinn maður, hugsaði ég.

Og hárið. Það snerti ég og það snerti mig. Made in China.
Eins og himnaríki í höndum mér.

Þetta var lagið okkar
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music