Uppgjör
Það fer að koma að því að maður geri upp árið. Bestu plöturnar, bestu lögin og bestu kvikmyndirnar. Hverjir voru hvar? Hvar voru hverjir? Hver er ég? Er ég nokkuð nema flögrandi svanur í brennisteinsregni? Ekki spyrja mig. Ég vinn bara hér. Um jólin fögnum við fæðingu frelsarans. Jólasveinsins. Ég hefði viljað sjá jólasveininn í Frægir í Form. Hann er of feitur. Þyrfti að fríska aðeins upp á sig. Raka sig, taka upp heilbrigðara líferni, fara í lífrænt. Sprauta hveitigrasi upp í endaþarminn.