Endurvinnslan: Muse tónleikar í Berlín 25.11.06.          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Muse tónleikar í Berlín 25.11.06.Það var fremur svalt í veðri fyrir utan tónleikahöllina Arena Treptow þegar þangað var komið á laugardaginn. Klukkan 18 að staðartíma hafði sæmilegur skari safnast saman fyrir utan tónleikastaðinn. Eftir um hálftíma vorum við komnir inn í höllina og dæmið leit þrusuvel út. Viðeigandi Muse bolir voru keyptir og vippuðum við okkur snaggaralega í þá. Við sátum í dágóða stund á rassgatinu á gólfinu en starfsmenn á staðnum skipuðu fólki að setjast. Ekki veit ég af hverju. Um klukkan 20 steig upphitunarband á sviðið að nafni The Noisettes. Blökk söngkona leiddi þetta rokktríó og fór mikinn í frumbyggjalegum dansi og hysterískum söng. Alltílæi framlag frá þeim en ég viðurkenni það að hugurinn leitaði æ meira til Matt Bellamy og félaga. Þeir létu bíða vel eftir sér annað en verkurinn í mjóbakinu sem ákvað að mæta frekar snemma. Þegar Muse stigu á svið og byrjunin á Take a Bow fór í gang myndaðist hálfgert sturlunarástand í salnum. Strákarnir voru mættir og var sviðið baðað í ljósum í hinum ýsmu litum. Tvö tjöld voru sitt hvoru megin við sviðið og eitt risatjald fyrir aftan þá. Ekki að furða að Muse eru af flestum taldir besta tónleikaband Bretlands og hafa þeir unnið til verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þegar Take a Bow fór að rokka feitt varð allt vitlaust. Sjálfur var ég viðbúinn að dilla mér létt en í staðinn fékk maður hoppandi hjörð af óðum Þjóðverjum í sig. Mér leist ekkert á blikuna og reyndi sem ég gat að ýta þessum vitleysingum frá mér en fljótlega rann það upp fyrir mér að það þýddi ekkert. Þegar maður er farinn að hoppa upp og niður án þess að hreyfa sig sjálfur þá er ljóst að maður hoppar bara með. Eftir þessa blautu tusku fór maður að einbeita sér meira að fylgjast með þessum stórglæsilegu tónleikum. Á eftir Take a Bow var komið að Starlight og ekki minnkaði stemningin við það. Sviðið fylltist af fljúgandi stjörnum og Matt Bellamy leiddi múginn í klappi í takt við lagið. Æði. Persónulega fannst mér tónleikarnir ná hámrki í Map of the Problematique, Citizen Erased og Hoodoo. Í Hoodoo kom best í ljós hve frábær söngvari Matt Bellamy er. Það var hrikalega vel flutt og afar áhrifamikið. Þetta voru frábærir tónleikar. Eina sem ég get vælt yfir er að þeir tóku ekki lagið City of Delusion sem er ásamt Map of the Problematique uppáhalds lagið mitt á Black Holes and Revelations.

Myndir af dæminu væntanlegar
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music