The Decemberists
Ég heillaðist töluvert af plötu The Decemberists frá 2005, Picaresque. Það tók tíma að melta hana en þegar tókst að melta hana erti hún ýmsar ánægjustöðvar í heilanum. Vitanlega er ákafinn því mikill eftir að nýjasta plata þeirra rataði í greipar mínar. Þessi plata ber nafnið The crane wife og á henni halda Desemberarnir áfram að knýja fram vel hljómandi sjóræningjapopp. Þetta er grípandi og sérstakt popp sem hressir mig duglega. E-ið í horninu þýðir að platan er samþykkt af Endurvinnslunni.
The Decemberists - O Valencia