Endurvinnslan: Bókmenntahornið          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Bókmenntahornið



Ég er nú ekki þekktur bókmenntafræðingur en undanfarið hef ég lesið tvær bækur sem mér finnst þess virði að tjá mig um á þessum vettvangi. Eru þetta Glæpur og Refsing eftir Dostojevskí og Mindfulness in Plain English eftir Gunaratana nokkurn.

Fyrri bókin er ein af þekktustu og virtustu skáldsögum síðari tíma og gerist að miklu leyti í hugarheimi námsmannsins Raskolnikof sem fremur ansi kaldrifjaðan glæp. En mér fannst mjög gaman að lesa þessa bók og þó hún nái hátt í 500 blaðsíður er hún alls ekki torlesin og flæðir gríðarlega vel.

Hin bókin er ekki skáldsaga heldur fjallar hún um ákveðna hugleiðslu aðferð og heimsspekina á bak við hana. Þessi aðferð og heimsspeki kemur úr Búddhisma og hefur þessi tækni notið töluverða vinsælda í sálfræðimeðferðum, svo sem við kvíða og borderline persónuleikaröskun. Hins vegar talar bókin til allra, hvort sem þeir eiga við eitthvert skilgreint vandamál að stríða eða ekki. Mindfulness er æfing sem ætluð er til að kyrra hugann. Ef við gerum ráð fyrir að hugurinn sé eins og glas með gruggugu vatni, þar sem þetta grugguga eru þráhyggjur, dagdraumar, áhyggjur, hræðsla, fordómar, öfund, græðgi o.s.frv. þá gerist það þegar við látum glasið bara standa kjurrt að þetta grugguga fellur á botninn og vatnið verður tært. Þannig að ef við komum okkur fyrir á hljóðlátum stað þar sem við verðum ekki trufluð og einbeitum okkur að andardrætti okkar, sem er tilvalinn til að skrúfa okkur niður í hér-og-nú augnablikið getum við byrjað að kyrra hugann. En það sem meira er þá kennir Mindfulness okkur að horfa á upplifanir okkar án þess að dæma þær og án þess að halda í eða forðast upplifanir eða tilfinningar. Ef einhver hugsun kemur upp í hugann þá tökum við eftir hvenær hún byrjar, hvað hún stendur yfir lengi og þegar hún fer. Þessi aðferð kemur í veg fyrir að láta hugsanir verða að þráhyggjum og að þær nái taki á tilfinningum okkar. Að sjá heiminn skýrt eins og hann er, án þess að dæma hluti sem góða eða slæma og án þess að reyna sífellt að halda í góða hluti og forðast slæma hluti, er eitthvað sem Mindfulness snýst um. Og smám saman verður hægt að lifa meira í núinu og njóta þannig lífsins meira. Þetta er mjög vel skrifuð bók og ég allavega heillaðist af röksemdarfærslunni og er farinn að prufa mig áfram í þessari hugleiðslutækni.

Hérna er hægt að lesa eitthvað í bókinni á Google books: Mindfulness

Svo er ég byrjaður að lesa japanska höfundinn Haruki Murakami sem þykir voða fínn. Fyrsta bókin sem ég les eftir hann heitir South of the border, west of the sun og segir frá minningum aðalpersónunnar þar sem hann rifjar upp samskipti sín við konur í gegnum líf sitt. Nokkuð hressandi stöff verð ég að segja.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music