Endurvinnslan: Muse          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Muse



Það hefur sennilega verið árið 1999 þegar ég heyrði fyrst í bresku rokkhljómsveitinni Muse. Ef ég man rétt þá var ég að aka og lagið Muscle Museum hljómaði í útvarpinu. Ég kolféll fyrir laginu og skömmu síðar hafði ég keypt mér plötuna þeirra Showbiz sem kom út '99 og innihélt ásamt hinu klassíska Vöðvasafni, lög eins og Sunburn, Fillip, Cave og ballöðuna Unintended. Ég fílaði þessa plötu afar vel og mér fannst þessi tónlist smellpassa við skapgerð mína. Með útkomu annarar plötu Muse manna, Origin of Symmetry var ekki aftur snúið. Ég hafði fundið ástríðuna í lífi mínu. Tónlist hafði aldrei hljómað svona spennandi. Þetta var frumlegt, kraftmikið, tilfinningaþrungið, angistarfullt en kannski fyrst og fremst fallegt og melódískt. Uppruni Samhverfu er enn í dag besta rokkplata sem ég hef heyrt. Absolution fylgdi í kjölfarið og fannst mér hún afar fullnægjandi Muse plata. Með þeirri plötu urðu Muse vinsælir og fannst mér það frekar leiðinlegt að allir væru að uppgötva þessa hljómsveit sem ég vildi helst eiga fyrir sjálfan mig. Best geymda leyndarmálið mitt. Stockholm Syndrome varð hryllilega vinsælt og varð lagið fyrir vægðarlausu ofspilunarofbeldi í útvarpi. Margir vilja meina að nýjasta plata Muse Black Holes and Revelations sé þeirra besta hingað til. Platan er vissulega gríðarlega góð en það þarf mikið til að endurvekja þá stemningu sem ég upplifði á hátindi "Samhverfa" tímabilsins.
Ég sá Muse í Höllinni 2003 og var það frábær upplifun. Hún hefði þó getað verið betri. Sándið var ekki nægilega gott, söngvarinn (Matthew Bellamy) kvefaður eftir Bláa Lóns ferð og ég að fara í próf daginn eftir. Það er því vonandi að tónleikarnir sem eru framundan muni toppa þessa tónleika og að ég og Muse munum renna saman í eitt. Algleymi.

Auf Wiedersehen!

Hoodoo
City of Delusion
Apocalypse Please
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music