World Trade Center (2006)
Nic Cage fer með hlutverk lögreglumanns sem kemst í hann krappann í nýjustu mynd Oliver Stone.
Oliver Stone hefur gert margar magnaðar myndir en mér fannst vanta hinn magnþrungna kraft Stones í þessari. Myndin hélt mér að vísu nokkuð vakandi en spennan var fjarverandi og væmnin lét full mikið á sér kræla. 11 september er hlaðinn mjög miklum tilfinningum en þessi mynd náði ekki að vekja þessar tilfinningar í mér. Ég varð því fyrir eilitlum vonbrigðum með WTC.